0708. tbl. 110. árg. 2024

Umræða og fréttir

Eiríkur Jónsson sæmdur fálkaorðunni

Eiríkur Jónsson, yfirlæknir þvagfæraskurðlækningadeildar Landspítala, var á þjóðhátíðardaginn sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til þvagfæraskurðlækninga og heilbrigðisþjónustu.

Eiríkur var einn sextán Íslendinga sem fengu riddarakrossinn að þessu sinni. Eiríkur útskrifaðist úr læknisfræði árið 1984 og með almennt lækningaleyfi tveimur árum síðar. Hann nam þvagfæraskurðlækningar í Bandaríkjunum. Hann var ráðinn yfirlæknir þvagfæraskurðlækningadeildarinnar 2001.

Guðni Th. Jóhannesson forseti veitti orðuna og má búast við að þessar verði með þeim síðustu ef ekki síðustu, þar sem forsetaskipti verða síðar á árinu.

 Mynd/forsetaembættið




Þetta vefsvæði byggir á Eplica