07/08. tbl. 104. árg. 2018

Umræða og fréttir

Frá öldungum

                                   

Á fundi öldungadeildar í aprílbyrjun var fyrirlesari Jóhann Heiðar Jóhannsson og rakti hann starf sitt að ræktun íðorða í faginu fyrir viðstöddum. Læknisfræðin er gömul og gróin og líka á hraðri leið í gegnum vísindin og nútímann og alltaf bætast í hópinn fleiri og betur upplýstir sjúklingar. Þess vegna er knýjandi þörf fyrir íslensk heiti á sjúkdómum og afbrigðum þeirra, og úrræðum sem í boði eru.

Kristófer Þorleifsson er formaður öldungadeildar Læknafélags Íslands. Öldungar hittast á fundum í Hlíðasmára 8 fyrsta miðvikudag í mánuði yfir veturinn. Skipulagðar ferðir öldunga eru oft á dagskrá félagsins, og í ágúst taka þeir stefnuna vestur í Dali undir leiðsögn Svavars Gestssonar fyrrum ráðherra.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica