03. tbl. 96.árg. 2010
Umræða og fréttir
Þjóðfundur lækna
Læknar þurfa að koma að umræðu um niðurskurð og því boða Læknafélag Reykjavíkur og Íslands til fundar miðvikudaginn 10. mars að Hlíðasmára 8 í Kópavogi. Á fundinum gefst læknum kostur á að ræða forgangsröðun og framtíðarsýn í heilbrigðismálum. Stjórnir LÍ og LR munu kynna niðurstöður fundarins fyrir heilbrigðisyfirvöldum, stjórnmálamönnum og embættismönnum. Það er ósk læknafélaganna að niðurstöðurnar verði mikilvægt innlegg í ákvarðanatöku yfirvalda. Einnig er óskandi að þær kalli fram áframhaldandi umræðu meðal lækna, sem miði að því að þróa heilbrigðisþjónustu á Íslandi áfram til heilla fyrir land og þjóð.
250 læknum, völdum af handahófi úr félagatali LÍ, hefur verið sent boð um að taka þátt í fundinum.