Ný tækni í frjókornamælingum á Íslandi

Brátt fyllist andvarinn birkiilmi, en með honum berast einnig frjókornin sem mörgum eru til ama. Nýlega tók Náttúrufræðistofnun í notkun sjálfvirk mælitæki sem gerir það kleift að veita upplýsingar um frjó í lofti í rauntíma.

aprílblaðið

04. tbl. 111. árg. 2025

Ritstjórnargreinar

Erna Milunka Kojic

Clostridioides difficile sýkingar á Landspítala – tímabær umræða. Erna Milunka Kojic

Í þessu tölublaði Læknablaðsins er lýst faraldsfræði, alvarleika, meðferð og horfum sjúklinga sem greindust með CDI á Landspítala árin 2017 til 2022.5 Þar kemur fram að nýgengi CDI á þessu tímabili hafi ekki breyst og sé áþekkt nýgengi í Evrópu og Kanada.

Anna Bryndís Einarsdóttir

Framfarir í þjónustu við sjúklinga með slag. Anna Bryndís Einarsdóttir

Ágæt grein í þessu tölublaði „Bráð slagmeðferð á Landspítala – hvar stöndum við og hvert stefnum við?“ lýsir stöðu slagþjónustu á Landspítala árið 2022. Niðurstaða greinarinnar er að Landspítali sé nálægt alþjóðlegum gæðaviðmiðum hvað varðar bráða slagþjónustu, en lengi megi gott bæta.

Fræðigreinar

Arnar Þór Sigtryggsson, Kristján Orri Helgason, Agnar Bjarnason, Magnús Gottfreðsson

Rannsókn. Clostridioides difficile iðrasýkingar á Landspítala 2017-2022

Sýkillinn Clostridioides difficile (áður Clostridium difficile) er ein helsta orsök spítalatengdra iðrasýkinga á Vesturlöndum. Rannsóknir hafa sýnt fram á talsverða umframdánartíðni og lengingu á spítalalegu af hennar völdum ásamt háum en þó nokkuð breytilegum umframkostnaði sem rekja má til sýkinganna og valda þær því miklu viðbótarálagi á heilbrigðisþjónustu víða um heim.

Björn Logi Þórarinsson, Marianne Klinke, Ólafur Árni Sveinsson

Rannsókn. Bráð slagmeðferð á Landspítala – hvar stöndum við og hvert stefnum við?

Þessi rannsókn er afturskyggn þversniðsrannsókn þar sem STROBE-leiðbeiningar27 voru hafðar til hliðsjónar í framsetningu. Rannsóknarniðurstöður eru hluti af stærra verkefni, ICESTROKE 2022, sem er viðtæk rannsókn á gæðum þjónustu sjúklinga með blóðþurrðarslög, heilablæðingar, skammvinn blóðþurrðarköst (transient ischemic attack, TIA) ásamt tímabundinnar blindu á einu auga (transient monocular blindness, TMB) á öllum íslenskum sjúkrahúsum árið 2022. 

Matthías Löve, Steinar Guðmundsson, Tómas Guðbjartsson

Sjúkratilfelli. Eldri kona með sögu um heilablóðfall og fyrirferð í ósæðarrót

Kona á miðjum áttræðisaldri með áralanga sögu um gáttatif, kransæðasjúkdóm, fjölvöðvagigt og sykursýki af gerð tvö fannst meðvitundarlítil á heimili sínu. Við skoðun á bráðamóttöku Landspítala kom fram máttminnkun í vinstri handlegg og málstol. Segulómun af heila sýndi fjölda ferskra blóðþurrðardrepa


marsblaðið

Umræða og fréttir

Olga Björt Þórðardóttir

Ísland gæti orðið leiðandi í notkun gervigreindar í heilbrigðisþjónustu

„Það hefur sýnt sig í rannsóknum á tugþúsundum sjúklinga í mismunandi löndum að við getum veitt markvissari heilbrigðisþjónustu með gervigreind. Við eyðum of miklum tíma og fjármunum í að skoða fólk sem er tiltölulega heilbrigt, á meðan þeir sem eru í mestri hættu fá ekki næga athygli. Þetta er grundvallarvandamál heilbrigðiskerfa víða um heim, en með gervigreind getum við snúið því við.“

Sigrún Helga Lund

Falskt öryggi stórra gagnasafna

Nú til dags verður sífellt algengara að vísindamenn hafi aðgang að gríðarstórum gagnasöfnum, til dæmis úr rafrænum sjúkraskrám eða stórum lýðgrunduðum rannsóknum. Slík gagnasöfn veita mikið tölfræðilegt afl svo jafnvel er hægt er að greina smávægilegustu áhrif.

Margrét Ólafía Tómasdóttir

Úr penna stjórnar. Örfá orð um tímann. Margrét Ólafía Tómasdóttir

Í umræðu um heilbrigðiskerfið er endurtekið talað um nýtingu legurýma, plássafjölda og fjölda einstaklinga á biðlistum. Á tyllidögum er talað um mannauð en oftast á yfirborðskenndan hátt. Hann er nefndur dýrmætasta eign heilbrigðiskerfisins án þess að kafa í dýpið á því hvernig mannauðurinn er nýttur (eða hvernig komið er fram við hann).

Olga Björt Þórðardóttir

„Mig langaði að reyna að hjálpa fólki, ekki bara líkamlega heldur einnig andlega“

„Við sjáum stöðuga fjölgun sjúklinga með bráð veikindi sem leita á sjúkrahús,“ útskýrir Daniel. „En vandamálið er að við erum ekki að byggja fleiri sjúkrahús eða fjölga starfsfólki í sama hlutfalli. Við verðum að finna leiðir til að nýta þá innviði sem við höfum á skilvirkari hátt.“

Olga Björt Þórðardóttir

Loksins lýðgrunduð skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi á Íslandi – eða eru enn áskoranir?

Krabbamein í ristli og endaþarmi (KRE) er alvarlegt heilbrigðisvandamál sem hefur í áratugi verið í brennidepli hjá sérfræðingum í meltingarsjúkdómum. Þrátt fyrir að ávinningur skimunar hafi lengi verið þekktur hefur það tekið íslenskt heilbrigðiskerfi áratugi að koma á formlegri hópleit fyrir KRE.

Sjöfn Ragnarsdóttir

Bókin mín. Af fíkjutré og mannlegu eðli. Sjöfn Ragnarsdóttir

 

Það var því kærkomið þegar áhuginn minn kviknaði almennilega aftur á yndislestri og ein af þeim bókum sem kveikti þann neista er The Midnight Library eftir Matt Haig. Bókin fjallar um Noru. Hún tekur þá stóru ákvörðun að enda líf sitt, sem einkennist af mikilli eftirsjá.

Doktorsvörn við Háskóla Íslands – Steindór Oddur Ellertsson

Steindór Oddur Ellertsson varði doktorsritgerð sína í læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands 27. febrúar síðastliðinn . Ritgerðin ber heitið: Notkun gervigreindar til greiningar og forspár fyrir horfur sjúklinga í heilsugæslu (The Use of Artificial Intelligence for Diagnosis and Outcome Prediction in Primary Care).

Doktorsvörn við Karolinska Institutet í Stokkhólmi – Guðný Jónsdóttir

Guðný Jónsdóttir varði doktorsritgerðina sína frá Karolinska Institutet í Stokkhólmi þann 7. febrúar 2025. Vörnin fór fram á Danderyd-spítalanum í Stokkhólmi. Ritgerðin ber heitið Örbylgjubrennsla sem meðhöndlun góðkynja sjúkdóma í legi (Microwave Ablation as treatment of benign uterine disease). Andmælandi var Annika Idahl aðstoðarprófessor við Háskólasjúkrahúsið í Umeå. 

Pétur Lúðvígsson

Öldungadeildin. Bókaskápurinn minn. Pétur Lúðvígsson

Í bókaskápnum mínum geymi ég nokkrar gamlar námsbækur, sem ég hef ekki tímt að henda, þótt ég sé löngu hættur að lesa það sem í þeim stendur. Þarna er Gray´s Anatomy, og Lehrbuch der Topgraphishen Anatomie, báðar svo níðþungar að þær myndu sliga hvern þann læknanema sem reyndi að bera þær í bakpoka heim til sín á kvöldin.

Snædís Ólafsdóttir

Dagur í lífi. Dagur í lífi sérnámslæknis í lyflækningum. Snædís Ólafsdóttir

12:45 Sest inn á kaffistofu og fæ mér hádegismat. Er nú þegar búin að hitta sitthvorn einstaklinginn sem kom með sjúkrabíl vegna brjóstverkja. Annar reyndist vera með gallblöðrubólgu en hinn með lungnabólgu. Það minnir mann á að hafa í huga nóg af mismunagreiningum.

Karl Logason

Sérgreinin mín. Æðaskurðlækningar. Lét hjartað ráða för. Karl Logason

 Að loknu kandidatsári var mér orðið ljóst að einhver af greinum skurðlæknisfræðinnar ætti best við mig af þeirri einföldu ástæðu að mér fannst vinna á skurðstofum langskemmtilegasti hluti starfsins. Má segja að sérnámið hafi hafist sem deildarlæknir á skurðdeild Borgarspítalans árið 1990.

Þórður Skúli Gunnarsson

Sérgreinin mín. Æðaskurðlækningar. Farðu „all-in“ þá verður þetta skemmtilegra! Þórður Skúli Gunnarsson

Svæfingalæknasonurinn ætlaði nú aldrei að gerast skurðlæknir en á 4. ári í læknanáminu leið mér hvergi betur en einmitt við skurðarborðið, hangandi á hakanum og tilbúinn að klippa þegar kallið kom. Að loknu kandidatsári 2013 sóttist ég eftir deildarlæknsstöðu á skurðsviði Landspítala sem var tveggja ára staða með 6 mánuðum á svæfingunni.

Óskar Jóel Jónsson

Liprir Pennar. Vinur á vaktinni. Óskar Jóel Jónsson

Alveg sama hversu mikið eða lítið er að gera, langar mann oft að ræða hlutina, bera sýklalyfjavalið eða blóðprufuna undir reyndari augu. Stundum fær maður líka spurningar frá sérnámsgrunnslæknum eða læknanemum sem maður reynir að þykjast vita svarið við.

Helga Ágústa Sigurjónsdóttir

Vinnuvika lækna stytt í 36 tíma

„Læknar eru í dag flestir launamenn sem eru háðir vinnuveitanda sínum um vinnuskipulag, vinnutíma, vinnuumhverfi og fleiri þætti,“ segir Kristinn. Í kjarasamningum eru ákvæði sem taka munu gildi 1. apríl 2025 og lúta að styttingu vinnuvikunnar úr 40 tímum í 36 tíma.




Þetta vefsvæði byggir á Eplica