aprílblaðið
04. tbl. 111. árg. 2025
Ritstjórnargreinar
Clostridioides difficile sýkingar á Landspítala – tímabær umræða. Erna Milunka Kojic
Í þessu tölublaði Læknablaðsins er lýst faraldsfræði, alvarleika, meðferð og horfum sjúklinga sem greindust með CDI á Landspítala árin 2017 til 2022.5 Þar kemur fram að nýgengi CDI á þessu tímabili hafi ekki breyst og sé áþekkt nýgengi í Evrópu og Kanada.
Framfarir í þjónustu við sjúklinga með slag. Anna Bryndís Einarsdóttir
Ágæt grein í þessu tölublaði „Bráð slagmeðferð á Landspítala – hvar stöndum við og hvert stefnum við?“ lýsir stöðu slagþjónustu á Landspítala árið 2022. Niðurstaða greinarinnar er að Landspítali sé nálægt alþjóðlegum gæðaviðmiðum hvað varðar bráða slagþjónustu, en lengi megi gott bæta.
Fræðigreinar
Rannsókn. Clostridioides difficile iðrasýkingar á Landspítala 2017-2022
Sýkillinn Clostridioides difficile (áður Clostridium difficile) er ein helsta orsök spítalatengdra iðrasýkinga á Vesturlöndum. Rannsóknir hafa sýnt fram á talsverða umframdánartíðni og lengingu á spítalalegu af hennar völdum ásamt háum en þó nokkuð breytilegum umframkostnaði sem rekja má til sýkinganna og valda þær því miklu viðbótarálagi á heilbrigðisþjónustu víða um heim.
Rannsókn. Bráð slagmeðferð á Landspítala – hvar stöndum við og hvert stefnum við?
Þessi rannsókn er afturskyggn þversniðsrannsókn þar sem STROBE-leiðbeiningar27 voru hafðar til hliðsjónar í framsetningu. Rannsóknarniðurstöður eru hluti af stærra verkefni, ICESTROKE 2022, sem er viðtæk rannsókn á gæðum þjónustu sjúklinga með blóðþurrðarslög, heilablæðingar, skammvinn blóðþurrðarköst (transient ischemic attack, TIA) ásamt tímabundinnar blindu á einu auga (transient monocular blindness, TMB) á öllum íslenskum sjúkrahúsum árið 2022.
Sjúkratilfelli. Eldri kona með sögu um heilablóðfall og fyrirferð í ósæðarrót
Kona á miðjum áttræðisaldri með áralanga sögu um gáttatif, kransæðasjúkdóm, fjölvöðvagigt og sykursýki af gerð tvö fannst meðvitundarlítil á heimili sínu. Við skoðun á bráðamóttöku Landspítala kom fram máttminnkun í vinstri handlegg og málstol. Segulómun af heila sýndi fjölda ferskra blóðþurrðardrepa