Hjartarafritið

Þrátt fyrir byltingu í tækjabúnaði og aðferðum til sjúkdómsgreininga heldur hjartarafritið velli.

marsblaðið

03. tbl. 111. árg. 2025

Ritstjórnargreinar

Engilbert Sigurðsson

Litíum eykur jafnvægi og lífsvilja en meðferðin krefst eftirlits. Engilbert Sigurðsson

Erfitt hefur reynst að skilja til hlítar áhrif litíums á starfsemi nýrna og samspil þess við aðra áhættuþætti vegna þess hve hægfara og tengd aldri og algengum kvillum eins og sykursýki og háþrýstingi hnignun á nýrnastarfsemi iðulega er. 

Kolbeinn Guðmundsson

Að lifa með sykursýki af gerð 1. Kolbeinn Guðmundsson

Sykursýki af gerð 1 var dauðadómur fram til 1922 og getur verið það enn þann dag í dag hjá fátækari og minna þróuðum löndum. Framfarirnar hafa verið stórkostlegar, sérlega síðustu áratugi og eru lífslíkur þessara barna nánast á pari við önnur börn í okkar heimshluta.

Fræðigreinar

Erla Þórdís Atladóttir, Daníel Björn Yngvason, Kristín Huld Haraldsdóttir

Aðgerðir vegna taugainnkirtlaæxla í efri hluta meltingarvegar á Landspítala

Taugainnkirtlaæxli eru sjaldgæf æxli upprunnin frá taugainnkirtlavef. Þau geta átt uppruna sinn frá ýmsum líffærum, en eru algengust í lungum og meltingarvegi. Æxlin eru ólík eftir því frá hvaða líffæri þau eiga upptök sín og hversu vel þroskuð þau eru. Taugainnkirtlaæxli geta framleitt hormón eða verið óvirk.

Jakob Þórir HanElísabet Konráðsdóttir, Berglind Jónsdóttir, Ragnar Bjarnason

Batnandi meðferðarárangur barna og unglinga með sykursýki af gerð 1 á Íslandi árin 2008-2022

Sykursýki af gerð 1 einkennist af eyðingu insúlín-framleiðandi betafrumna sem veldur hækkuðum blóðsykri og fylgikvillum sem unnt er að seinka með insúlínmeðferð sem heldur blóðsykri því sem næst lífeðlisfræðilegum gildum. Markmið rannsóknarinnar er að gera grein fyrir meðferðarárangri hérlendis síðastliðin 14 ár auk þess að rannsaka áhrif hálfsjálfvirkrar insúlíndælu.

Sigrún Jónsdóttir, Þórunn Jónsdóttir, Ólafur Árni Sveinsson

Heilaslag og fyrirferð á hjartalokum - Sjúkratilfelli

43 ára kona leitaði á bráðamóttöku vegna tveggja daga sögu um þvoglumæli. Taltruflunin hófst skyndilega en hún neitaði öðrum brottfallseinkennum við sögutöku. Hún hafði fyrri sögu um flogaveiki frá barnsaldri, fosfólípíðmótefnaheilkenni (antiphospholipid syndrome) og var nýlega greind með rauða úlfa (systemic lupus erythematosus). Við skoðun var áberandi þvoglumælgi en engin önnur brottfallseinkenni voru til staðar.

 


marsblaðið

Umræða og fréttir

Helga Ágústa Sigurjónsdóttir

Læknaskortur á Íslandi

Ekki hefur farið fram hjá alþjóð læknaskorturinn í landinu og hversu erfitt er að fá tíma hjá læknum í flestum sérgreinum læknisfræðinnar, þó einna mest hafi verið fjallað um skort á læknum með sérhæfingu í heimilislækningum. Því liggur mikið við að fjölga læknum sem útskrifast ár hvert til

að mæta fyrirliggjandi læknaskorti

Guðmundur Þorgeirsson

Klínísk skoðun og aðferðafræði. Hjartarafrit –EKG. Guðmundur Þorgeirsson

Hjartarafrit má skilgreina sem grafíska framsetningu á rafvirkni hjartans sem á uppruna sinn í vöðvafrumum hjartans en er numin á yfirborði líkamans með rafskautum sem eru staðsett þannig að upplýsingar fáist um rafvirknina frá mörgum sjónarhornum samtímis.

Helga Ágústa Sigurjónsdóttir

Konan á bak við krossgátur Læknablaðsins

Erla Sigríður Sigurðardóttir er á kandidatsárinu á Landspítala og stefnir á sérnám í bráðalækningum. Hún hefur í störfum sínum á bráðamóttökunni glatt samstarfsmenn með gátum og vísum sem vikulega birtast á kæliskáp bráðamóttökunnar.

Helga Ágústa Sigurjónsdóttir

Læknablaðið stofnað af Guðmundi Hannessyni 1901

Læknablaðið hefur verulegt sögulegt gildi sem er mikilvægt að halda áfram með og birta áfram vísindarannsóknir íslenskra lækna og jafnvel annarra starfsstétta heilbrigðiskerfisins, nýjungar í læknisfræði og heilbrigðiskerfisins í heild.

Teitur Ari Theodórsson

Úr penna stjórnarmanna LÍ. Er hægt að sérmennta fleiri lækna á Íslandi? Teitur Ari Theodórsson

Hvað varðar upptökusvæðið er þetta í raun mjög áhugaverð spurning. Hversu stórt þarf upptökusvæði spítala að vera svo hægt sé að sérmennta lækni? Víða á Norðurlöndum er stundað sérnám á sjúkrahúsum sem hafa jafnstórt eða minna upptökusvæði en Landspítali. 

Olga Björt Þórðardóttir

Ástríða fyrir kvenheilsu og baráttan við endómetríósu

Malin Brunes, yfirlæknir og sérfræðingur í kvensjúkdómum á Södersjukhuset í Stokkhólmi, hefur helgað sig rannsóknum og meðferð á sjúkdómnum og var með erindi á Læknadögum í janúar.

Rósa Steinunn Solveigar Sturludóttir

„Sátt og ánægð með störf mín hjá Læknafélaginu“

Margrét er á degi hverjum í samskiptum við lækna víða í heilbrigðiskerfinu. Starf hennar hjá Læknafélaginu hefur gefið henni ómetanlega innsýn í samfélag íslenskra lækna og hvernig Læknafélag Íslands styður þá í starfi.

Rósa Steinunn Solveigar Sturludóttir

Hvar er tóbaksvarnastefna Íslands?

Síðastliðið haust voru opinberar stefnur Norrænu landanna í tóbaksvörnum kynntar, en verkefnið miðar að því að efla og þróa enn frekar varnir gegn tóbaksnotkun. Áherslan hefur lengi verið að útrýma reykingum og skapa reyklaust umhverfi. Einnig er aukin áhersla á skaða af notkun snus (munntókbak) og rafsígaretta.

Katrín Fjeldsted

Bókin mín. Regndropi fellur til jarðar. Katrín Fjeldsted

Svo áttar maður sig á því hve mikla gleði, fróðleik og allskonar er að finna í bókum. Ég man eftir því hve hrifin ég var af Hobbitanum og Hringadróttinssögu eftir Tolkien á sínum tíma og einnig Hundrað ára einsemd efir Gabriel Garcia Marquez.

Doktorsvörn við Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Helga Margrét Skúladóttir

Meginarkmið verkefnisins var að finna nýjar leiðir til hjálpa sjúklingum með gáttatif í köstum. Niðurstöðurnar sýna að sérhæfð atferlismeðferð getur dregið úr hjartakvíða og bætt lífsgæði. Meðferðin er veitt gegnum netið af sálfræðingi í samvinnu við hjartalækni og byggir á því að útsetja sjúklinga markvisst fyrir því sem þeir forðast að gera. 

Geir Friðgeirsson

Öldungadeildin. Seyðisfjörður fyrir hálfri öld. Geir Friðgerisson

Mínar hugleiðingar eru meðal annars um að erfið verkefni koma gjarnan upp í afskekktum héruðum og geta verið þung fyrir lítt þjálfaða unglækna, sem ekki hafa lokið kandidatsárinu og þeirri starfsþjálfun sem það inniber.

Alexandra Ásgeirsdóttir

Dagur í lífi læknis. Að vera og vera ekki læknir. Alexandra Ásgeirsdóttir

Skelf af bifreiði (road rage) alla leiðina heim. Gott að koma heim eftir langan dag og henda sér í sófann og hugsa um eitthvað annað en að vera læknir. Enduruppgötvaði yndislestur í fyrra.

Gestur Þorgeirsson

Sérgreinin mín. Hjartalækningar. Framhaldsnám í lyf-og hjartalækningum í Bandaríkjunum. Gestur Þorgeirsson

Ég ræddi við ýmsa lækna um framhaldsnám en margir hjartalæknar höfðu stundað framhaldsnám Bandaríkjunum og mæltu með námi þar. Skipulag framhaldsnámsins þar var mjög gott. 

Vilborg Jónsdóttir

Sérgreinin mín. Hjartalækningar. Allt áhugavert við hjartalækningar. Vilborg Jónsdóttir

Ég róteraði á hjartadeildina á Sahl-grenska í sex mánuði, sem var hluti af sérnáminu í lyflækningum. Mjög svo krefjandi og lærdómsrík rótering. Ég fann strax að þar átti ég heima.

Stella Rún Guðmundsdóttir

Liprir pennar. Snemmmiðaldra kona með stofnana blæti. Stella Rún Guðmundsdóttir

Í Bandaríkjunum settist nýlega á valdastól maður með ólík gildi þeim sem hafa viðgengist á Vesturlöndum. Forsetinn talar gegn vísindum, ráðleggingum sérfræðinga og heilbrigðisstofnana. Til að mynda dró forsetinn Bandaríkin út úr Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, í miðjum kórónuveirufaraldri.




Þetta vefsvæði byggir á Eplica