04. tbl 93. árg. 2007

Fræðigrein

Tilfelli mánaðarins

17 ára gamall karlmaður er lagður inn til hálskirtlatöku vegna krónískrar hálsbólgu. Við skoðun mælist hækkaður blóðþrýstingur (170/97 mmHg). Aðspurður segist hann um tvegga ára skeið hafa fundið fyrir vaxandi þreytu í fótunum og fótakulda og hafi hætt í íþróttum þess vegna. Fyrir aðgerð var tekin lungnamynd, mynd 1. Þar sjást merki um beinúrátu á neðanverðum rifjum (sjá örvar).

Hver er greiningin? Hvernig er best að staðfesta greininguna? Hver er algengasta meðferðin?

Svar er að finna á linknum: „Svar við tilfelli mánaðarins“.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica