110 ára afmæli Læknablaðsins

110 ára afmæli Læknablaðsins. Til hamingju íslenskir læknar!

febrúarblaðið

02. tbl. 111. árg. 2025

Ritstjórnargreinar

Unnsteinn Ingi Júlíusson

Aðkoma og hlutverk lækna í sjúkraflutningum. Unnsteinn Ingi Júlíusson

Í sjúkratilfelli í blaði mánaðarins er áhugaverð lýsing á sjaldgæfri afleiðingu falls, þar sem beita þurfti sérhæfðri meðferð til að bjarga mannslífi. Inngrip sem allir læknar vita að er hægt að framkvæma, en fæstir vilja standa frammi fyrir. Öndunarvegur lokaðist smám saman í flutningi, ekki var hægt að barkaþræða, og tími til inngrips naumur, enginn tími til að hringja í vin eða fletta upp hvernig maður ber sig að.

 

Lilja Sigrún Jónsdóttir

Er skipulag bæja ennþá heilbrigðismál? Lilja Sigrún Jónsdóttir

Það er brýnt að umræður um mikilvægi birtu séu í stöðugu samtali milli skipulagsaðila og þeirra sem vilja byggja nýtt húsnæði, enda er skuggavarp á íbúasvæði ekki síður lýðheilsumál en skipulagsmál. Hvort fara þurfi fram sérstakt lýðheilsumat skal ósagt látið og mögulega þarf að líta til birtu sem takmarkaðrar auðlindar sem þarf að varðveita. Mögulega vantar staðla eða viðmið um hve mikla birtu að lágmarki við ættum að tryggja í íbúðum.

Fræðigreinar

Ólafur Árni Sveinsson, Enrico Bernardo Arkin, Elfar Úlfarsson, Brynhildur Thors

Þrenndartaugarverkur. Yfirlitsgrein

Þrenndartaugarverkur (trigeminal neuralgia) er algengasta ástæða andlitsverkjar hjá einstaklingum eldri en 50 ára og getur haft afar neikvæð áhrif á lífsgæði fólks. Ýmsar faraldsfræðilegar rannsóknir hafa mælt árlegt nýgengi þrenndartaugarverkjar á bilinu 4-5 tilfelli á hverja 100.000 íbúa á ári og því ættu að greinast um 16-20 einstaklingar á ári á Íslandi. Nýgengið eykst jafnt og þétt með hækkandi aldri og er það hæst á aldrinum 50-70 ára. 

Hjalti Már Björnsson, Aaron Palomares

Bráð lokun öndunarvegar utan sjúkrahúss vegna blæðingar í aftankoksbil. Sjúkratilfelli

Lýst er tilfelli þar sem rúmlega sjötugur karlmaður leitaði á bráðamóttöku vegna kyngingarerfiðleika eftir byltu. Reyndist hann með mikla blæðingu í aftankoksbil sem á rúmri klukkustund frá áverka lokaði öndunarvegi. Þar sem ekki var unnt að barkaþræða um munn vegna blæðingarinnar var framkvæmdur bráður barkaskurður í sjúkrabíl af sérnámslækni. Var sjúklingur síðan fluttur til frekari meðferðar á Landspítala en útskrifaðist heim við góða heilsu 19 dögum síðar.


febrúarblaðið

Umræða og fréttir

Olga Björt Þórðardóttir

Helstu orsakir alvarlegra lifrarsjúkdóma

Fjórir íslenskir meltingarlæknar fjölluðu á Læknadögum um stöðu og þróun lifrarlækninga á Íslandi, þau Einar S. Björnsson, Óttar Már Bergmann, Sigurður Ólafsson og Steingerður Anna Gunnarsdóttir. Viðfangsefnin voru breytt landslag, nýjar áskoranir, veirulifrarbólga A-E, skorpulifur, klínísk nálgun sjúklinga og hlutverk heimilislækna.

Rósa Steinunn Solveigar Sturludóttir

Læknadagar 2025. 110 ára afmæli Læknablaðsins

Í fyrsta sinn í sögu blaðsins voru veittar viðurkenningar fyrir bestu vísindagreinina sem birt var í 110. árgangi blaðsins og besta sjúkratilfellið og verður stefnt að því að halda því áfram. Fyrrverandi og núverandi ritstjórn blaðsins fór markvisst í gegn um það val út frá fyrirfram gefnum áhersluatriðum, og var prófessor Karl Andersen með í vali vísindagreinarinnar og Sigurður Guðmundsson prófessor emeritus í vali sjúkratilfellisins.

Rósa Steinunn Solveigar Sturludóttir

Læknadagar í 30 ár

Opnunarhátið Læknadaga heppnaðist vel. Í byrjun opnunarræðu sinnar minnti Katrín Þórarinsdóttir á að þrjátíu ár væru síðan læknar skipulögðu í fyrsta skipti vikulanga fræðsludagskrá sem seinna varð að Læknadögum.

Helga Ágústa Sigurjónsdóttir

Þarf að endurhugsa meðferð með sykursterum í bráðveiku fólki og neikvæð áhrif slíkrar meðferðar í öðru samhengi?

Prófessor Greet van den Berghe yfir-læknir gjörgæslunnar og rannsóknarstofu hennar á sjúkrahúsinu í Leuven í Belgíu,, hélt erindi um hormónaöxul kortisóls og sýndi fram á með rannsóknum sínum að þær leiðbeiningar sem hingað til hafa miðað að frekar háum skömmtum sykurstera-uppbótar þyrfti að endurskoða.

Steinunn Þórðardóttir

Úr penna stjórnarmanna LÍ. Betri vinnutími lækna á réttum forsendum. Steinunn Þórðardóttir

Ef betri vinnutími lækna á að vera raunhæfur og stjórnkerfinu er alvara með því að draga úr sóun á tíma lækna, er mun nærtækara að bæta starfsumhverfið sem læknar vinna í en að taka af þeim læknisverk. Það að flytja verkefni sem krefjast læknismenntunar til annarra heilbrigðisstétta á ávallt að vera algjört neyðarúrræði og eru greiningar sjúkdóma og ávísun lyfja þar á meðal.

Sigrún Helga Lund

Hvaða afl er þér efst í huga?

Það sem gerir t-prófið öflugra en -kí-kvaðratpróf er að það nýtir allar upplýsingar í gögnunum. Þegar gögn eru flokkuð tapast mikilvægur breytileiki innan hvers hóps, sem dregur úr næmi greiningarinnar. 

Olga Björt Þórðardóttir

Mun greina Alzheimer og aðra tengda sjúkdóma með blóðprufum á Íslandi

Blóðdropi úr fingri nægir, sem er settur á yfirborð sem líkist pappír og blóðið smýgur inn og þrýstist í göng sem skilja eftir blóðkorn á annarri hliðinni og blóðvökva á hinni. Blóðvökvinn er svo látinn þorna í skífu sem heldur ákveðnu rúmmáli. Eftir aðeins 15 mínútur er skífan brotin saman og send á rannsóknarstofu. Og þá getum við mælt!

Dögg Pálsdóttir

Lögfræði 54. pistill. Betri vinnutími lækna og innleiðing hans. Dögg Pálsdóttir

Í aðdraganda innleiðingar á betri vinnutíma verða læknar sem starfa í skertu starfshlutfalli hvattir til að auka við sig starfshlutfall sem nemur styttingu vinnuskyldunnar. Þá er það von samningsaðila að þessar breytingar muni laða lækna heim aftur og er verið að stofna vinnuhóp á vegum heilbrigðisráðuneytisins með fulltrúum þess og LÍ, til að vinna að því verkefni.

Olga Björt Þórðardóttir

„Útrýma þarf fordómum gegn offitu og auka samvinnu þjóða í þeim efnum“

Fyrsta heimsókn Ximenu til Íslands var árið 2019 þegar hún sótti ráðstefnu um þyngdarfordóma. Þar tók hún þátt í pallborðsumræðum um notkun „person-first“-tungumáls í tengslum við offitu. „Það er mikilvægt að tala um fólk fyrst og síðan sjúkdóm. Þetta er hluti af því að draga úr fordómum í samfélaginu,“ segir hún og bætir við að orðanotkun hafi áhrif á viðhorf samfélagsins og hvernig heilbrigðisþjónusta nálgast einstaklinga sem lifa með offitu.

Olga Björt Þórðardóttir

Framtíðarsýn, áskoranir og mikilvægi ritstjórnarlegs sjálfstæðis Læknablaðsins

Læknablaðið hefur verið órjúfanlegur hluti af íslenskri læknasögu frá því að fyrsta tölublaðið kom út árið 1915. Með óslitinni útgáfu í 110 ár hefur blaðið þjónað sem vettvangur fræðilegra greina, umræðna, upplýsinga og viðtala úr heimi læknastéttarinnar hjá fámennri þjóð. Ritstjórnir blaðsins hafa í gegnum tíðina lagt mikla hugsjónavinnu í að viðhalda gæðum þess og þróa það í takt við tímann. 

Guðmundur Þorgeirsson

Bókin mín. Í góðum félagsskap bóka. Guðmundur Þorgeirsson

Vísir menn hafa haldið því fram að sterkasta vísbending um gæði bóka sé hvort þær vitji manns aftur og aftur og kalli á endurtekinn lestur. Sú bók sem ég hef oftast lesið er Sjómannalíf eftir Rudyard Kipling í þýðingu Þorsteins Gíslasonar. Hún fjallar um fordekraðan unglingsstrák af auðugu foreldri sem fellur útbyrðis af farþegaskipi á leið yfir Atlantshafið en verður það til lífs að vera dreginn upp í fiskibát sem haldið er úti til veiða sumarlangt.

Doktorsvörn frá Háskólanum í Lundi. Elín Maríusdóttir

Elín Maríusdóttir varði doktorsritgerðina sína frá Háskólanum í Lundi þann 5. desember 2024. Vörnin fór fram í Malmö.

Doktorsvörn við Gautaborgarháskóla. Marta Berndsen

Marta Berndsen varði doktorsritgerð sína í læknavísindum við Gautaborgar-háskóla þann 6. desember síðastliðinn. 

Hildur Viðarsdóttir

Öldungadeildin. Verslunarmannahelgin í Húsafelli 1969

Verslunarmannahelgina 1969 tókum við hjónaleysin, Lúðvík og ég, að okkur að sinna heilbrigðisþjónustu á útihátíðinni í Húsafelli. Við höfðum þá lokið 5. ári í læknadeild HÍ. Hátíðin stóð frá 1.-4. ágúst. Er þetta enn í dag fjölmennasta útihátíð um verslunarmannahelgi sem haldin hefur verið hér á landi. Sóttu hana um 20 þúsund manns. Margt er gleymt, upplifunin er enn fersk.

Þóra Silja Hallsdóttir

Dagur í lífi. Kaffibollar og framkvæmdir. Þóra Silja Hallsdóttir

11:00 Annar kaffibolli dagsins. Stofugangurinn búinn og nóg af verkefnum fram undan. Byrja að undirbúa aðra útskriftina mína í dag, vart búin að stimpla inn læknasíma Lyfjavers þegar síminn hringir, beðin um að koma að líta á sjúkling á bráðamóttökunni.

Helga Hannesdóttir

Sérgreinin mín. Barnageðlækningar. Vegvísir til framtíðar. Helga Hannesdóttir

Sérnámið á geðdeild S.M.H. var vel skipulagt. Hvert ár fór fram ríkuleg fræðsla, fyrirlestrar og sjúklingahandleiðsla. Vel var fylgst með fjölda sjúklinga hjá sérnámslæknum, bæði inni-liggjandi og í göngudeild. Vegna þessa ákvað ég að sækja um sérnámsstöðu í geðlækningum á S.M.H. og var svo lánsöm að fá hana.

Erik Eriksson

Sérgreinin Mín. Geðlækningar. Heilinn er áhugaverður. Erik Eriksson

Ég fór með tiltölulega autt blað í læknisfræði. Hafði hvorki geðlækningar né aðra sérgrein í huga þegar ég skráði mig í námið. Sá mig fyrir mér í hvítum slopp þrammandi um ganga Landspítalans, lengra náði það ekki. Almennt þegar ég lít til baka í lífinu finnst mér iðulega sem ég hafi ekki beint tekið neinar ákvarðanir, heldur hafi hlutirnir æxlast á einhvern hátt. Þó að það sé án efa enn ein sönnunin fyrir mínu lélega minni.

Bjarni Þorsteinsson

Liprir pennar. Stoðsendingar. Bjarni Þorsteinsson

Nú er liðið hálft ár síðan við fjölskyldan fluttum heim frá Svíþjóð. Ef eitthvað er að marka fyrri pistla lipurra penna þá eru þetta varhugaverð tímamót. Drunginn yfir landinu og duttlungarnir í þjóðarsálinni skella á manni eins og stórsjór. Aðlögunarröskunin nær hámarki og maður bíður eftir að loks … aðlagast.




Þetta vefsvæði byggir á Eplica