febrúarblaðið
02. tbl. 111. árg. 2025
Ritstjórnargreinar
Aðkoma og hlutverk lækna í sjúkraflutningum. Unnsteinn Ingi Júlíusson
Í sjúkratilfelli í blaði mánaðarins er áhugaverð lýsing á sjaldgæfri afleiðingu falls, þar sem beita þurfti sérhæfðri meðferð til að bjarga mannslífi. Inngrip sem allir læknar vita að er hægt að framkvæma, en fæstir vilja standa frammi fyrir. Öndunarvegur lokaðist smám saman í flutningi, ekki var hægt að barkaþræða, og tími til inngrips naumur, enginn tími til að hringja í vin eða fletta upp hvernig maður ber sig að.
Er skipulag bæja ennþá heilbrigðismál? Lilja Sigrún Jónsdóttir
Það er brýnt að umræður um mikilvægi birtu séu í stöðugu samtali milli skipulagsaðila og þeirra sem vilja byggja nýtt húsnæði, enda er skuggavarp á íbúasvæði ekki síður lýðheilsumál en skipulagsmál. Hvort fara þurfi fram sérstakt lýðheilsumat skal ósagt látið og mögulega þarf að líta til birtu sem takmarkaðrar auðlindar sem þarf að varðveita. Mögulega vantar staðla eða viðmið um hve mikla birtu að lágmarki við ættum að tryggja í íbúðum.
Fræðigreinar
Þrenndartaugarverkur. Yfirlitsgrein
Þrenndartaugarverkur (trigeminal neuralgia) er algengasta ástæða andlitsverkjar hjá einstaklingum eldri en 50 ára og getur haft afar neikvæð áhrif á lífsgæði fólks. Ýmsar faraldsfræðilegar rannsóknir hafa mælt árlegt nýgengi þrenndartaugarverkjar á bilinu 4-5 tilfelli á hverja 100.000 íbúa á ári og því ættu að greinast um 16-20 einstaklingar á ári á Íslandi. Nýgengið eykst jafnt og þétt með hækkandi aldri og er það hæst á aldrinum 50-70 ára.
Bráð lokun öndunarvegar utan sjúkrahúss vegna blæðingar í aftankoksbil. Sjúkratilfelli
Lýst er tilfelli þar sem rúmlega sjötugur karlmaður leitaði á bráðamóttöku vegna kyngingarerfiðleika eftir byltu. Reyndist hann með mikla blæðingu í aftankoksbil sem á rúmri klukkustund frá áverka lokaði öndunarvegi. Þar sem ekki var unnt að barkaþræða um munn vegna blæðingarinnar var framkvæmdur bráður barkaskurður í sjúkrabíl af sérnámslækni. Var sjúklingur síðan fluttur til frekari meðferðar á Landspítala en útskrifaðist heim við góða heilsu 19 dögum síðar.